Uppi bar

Einkasamkvæmi

Uppi er flottur bar við Aðalstræti 12, í miðbæ Reykjavíkur, sem hægt er að leigja fyrir einkasamkvæmi

Staðurinn er í sama húsi og Fiskmarkaðurinn, en gengið er inn í húsið um sérinngang frá Grjótagötu og þar upp á aðra hæð.

Staðurinn tekur allt að 60 manns og er skipt upp með sófum, borðum, stólum og vönduðum bar. Hvert rými staðarins heldur vel utan um gesti og hlýleg og falleg hönnun skapar notalega stemningu fyrir einkasamkvæmi í miðbæ Reykjavíkur.

Áhersla er lögð á gott úrval af vínum og kokteilum og boðið er upp á spennandi hópmatseðla og smárétti.

Staðurinn státar af vandaðri þjónustu, einstakri matar-  og drykkjar upplifun og góðri tónlist.

Kaup á veitingum og drykkjum gengur upp í leiguverð á staðnum. þá er miðað við ákveðið verð miðað við tíma og dag þegar staðurinn er almennt opinn fyrir almenning.